Grundfirðingur II SH 124

Grundfirðingur II SH 124

Líkan af bátnum  Grundfirðingur II SH 124  smíðað af Grími Karlssyni.

Grundfirðingur II SH 124 smíðaður í Danmörku árið 1956 úr eik. 54 brl. 240 ha. Alpha díesel vél. Báturinn hét Grundfirðingur II SH 124. Eigandi bátsins 31. mars 1956 var Soffanías Cecilsson, Grafarnesi í Grundarfirði. 1971 var sett 350 ha. Caterpillar díesel vél í bátinn. Báturinn er skráður í Grundarfirði 1988.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

 Vitað er að árið 1989 hét báturinn Brimnes BA 800, árið 1992 hét báturinn Látraröst BA 590, árið 1994 hét báturinn Sverrir Bjarnfinns ÁR 110 og árið 1997 hét báturinn Sæljós ÁR 11.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.