Jón Guðmundsson GK 517
Líkan af bátnum Jón Guðmundsson GK 517 smíðað af Grími Karlssyni.
Jón Guðmundsson GK 517 var smíðaður á Danmörku árið 1924 úr eik og furu. 25 brl. 48 ha. Densil vél. Skipið hét Haraldur VE 246. Eigandi var Gísli Magnússon, Vestmannaeyjum, frá árinu 1924. Skipið var selt 25. nóv 1927 Elimundi Ólafssyni, Keflavík, skipið hét Runólfur GK 517. 1929 var sett í skipið 80 ha. Skandia vél. Selt 5. feb 1932 Ólafi Lárussyni. Ragnari J. Gunnarssyni, Valdimar Guðjónssyni og Kristni Jónssyni, Keflavík, skipið hét Jón Guðmundsson GK 517. 1938 var sett í skipið 100 ha. Alpha vél. Selt 18. júní 1943 Guðmundi Gíslasyni, Kristbirni Gíslasyni, Árna Jónssyni og Jóni J. Þorsteinssyni, Ólafsfirði, skipið hét Jón Guðmundsson EA 743. Selt 14. júlí 1944 Ölveri Guðmundssyni, Neskaupstað, skipið hét Jón Guðmundsson NK 97. 1945 var sett í skipið 115 ha. Caterpillar díesel vél. Selt 17. sept 1953 Heimaveri h/f, Stöðvarfirði, skipið hét Hlýri SU 97. Selt 2. júní 1954 Hafbjörgu h/f, Neskaupstað, skipið hét Hafbjörg NK 7. Selt 20. des 1973 Jóni Kjartanssyni, Grundafirði, skipið hét Hafbjörg SH 37. Það var talið ónýtt og tekið af skipaskrá 7. feb 1975.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.