Erlingur KE 20

 Erlingur KE 20

Líkan af bátnum Erlingur KE 20 smíðað af Grími Karlssyni.

Erlingur KE 20 var smíðaður á Akureyri árið 1933 úr eik. 15 brl. 60 ha. Tuxham vél. Báturinn hét Erlingur SI 353. Eigendur voru Björn Björnsson, Friðleifur Jóhannsson og Gunnlaugur Friðleifsson, Siglufirði, frá 3. mars 1933. Seldur 13. okt 1939 h/f Andvara, Súðavík, báturinn hét Erlingur ÍS 321. Seldur 13. júní 1949 Guðmundi Gíslasyni og Jónasi Guðmundssyni, Reykjavík, báturinn Erlingur RE 321. Seldur 3. feb 1956 Inga Þór Jóhannssyni, Elintínusi Júlíussyni og Ólafi Bjarnasyni, Keflavík, báturinn hét Erlingur KE 20. 1956 var sett í bátinn 100 ha. GM díesel vél. Seldur 7. júlí 1977 Jónasi Jakobssyni, Reykjavík og Þorvaldi Elíssyni, Lækjarbakka, V-Landeyjum, Rangárvallasýslu, báturinn hét Erlingur Björn KE 20. Seldur 1. okt 1979 Karli Einarssyni og Reyni Karlssyni, Sandgerði. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 9. des 1982. 

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Erlingur KE 20Erlingur KE 20Erlingur KE 20