Þorsteinn GK 15

Þorsteinn GK 15

Líkan af bátnum  Þorsteinn GK 15  smíðað af Grími Karlssyni.

Þorsteinn GK 15 var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 úr eik. 59 brl. 170 ha. Polar díesel vél. Báturinn hét Þorsteinn EA 15. Eigandi var Aðalsteinn Loftsson, Dalvík, frá 11. apr 1947. 1950 var sett í bátinn 215 ha. Polar díesel vél. Seldur 20. sept 1956 Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða h/f, Grindavík, báturinn heitir Þorsteinn GK 15. 1960 var sett í bátinn 280 ha. MWM díesel vél. Seldur 26. sept 1972 Önundi Kristjánssyni, Vestmannaeyjum og Jóni Einarssyni, Raufarhöfn. 15. sept 1973 er skráður einn eigandi Önundur Kristjánsson, Raufahöfn. 1985 var sett í bátinn 375 ha. Caterpillar díesel vél. Báturinn er skráður í Grindavík 1988. 

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Þorsteinn GK 15Þorsteinn GK 15Þorsteinn GK 15