Skúli fógeti EA 461

Skúli fógeti EA 461

Líkan af bátnum  Skúli fógeti EA 461  smíðað af Grími Karlssyni.

Skúli fógeti EA 461 var smíðaður á Akureyri 1929 úr eik og furu. 12 br. 39 ha. Tuxham vél. Eigendur Þorsteinn Þorkelsson og William Þorsteinsson, Ólafsfirði, frá 22. nóvember 1930. Seldur 23. janúar 1945 Antoni Benjamínssyni og Hallgrími Stefánssyni, Glerárþorpi og Svavari Björnssyni, Akureyri. Seldur 17. janúar 1949 Guðmundi Jónssyni, Friðriki Jónssyni, Rögnvaldi Þorleifssyni og Trausta Guðmundssyni, Ólafsfirði, báturinn hét Skúli fógeti ÓF 4. Árið 1955 var sett 55 ha. Crossley vél í bátinn. Seldur 23. febrúar 1955 Sveini E. Jónssyni og Gísla H. Jónssyni, Reykjavík, báturinn hét Skúli fógeti RE 316. Hann sökk í róðri í Faxaflóa 29.  nóvember 1956. Áhöfnin, 3 menn, bjargaðist.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 1. b., s. 135. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Skúli fógeti EA 461Skúli fógeti EA 461Skúli fógeti EA 461