Reykjaröst KE 14

Reykjaröst KE 14

Líkan af bátnum  Reykjaröst KE 14 smíðað af Grími Karlssyni.

Reykjaröst KE 14 var smíðuð á Ísafirði árið 1945 úr eik. 53 brl. 150 ha. Fairbanks Morse díesel vél. Skipið hét Reykjaröst GK 414. Eigandi var Röst h/f, Keflavík, frá 8. júlí 1945. 1954 var sett í bátinn 347 ha. Buda díesel vél. Seldur 12. okt 1965 Ásgeiri h/f, Garði, Gullbringusýslu, báturinn hét Ásgeir Magnússon GK 60. 1969 var sett í bátinn 350 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 27. sept 1971 Hauki Guðmundssyni, Reykjavík. 10. jan 1974 flutti eigandinn með bátinn til Blönduóss, báturinn hét Grunnvíkingur HU 63. 12. des 1978 flutti eigandinn með bátinn til Reykjavíkur, báturinn hét Grunnvíkingur RE 163 og var skráður í Reykjavík 1988.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Reykjaröst KE 14Reykjaröst KE 14Reykjaröst KE 14