Guðmundur Þórðarson RE 70
Líkan af bátnum Guðmundur Þórðarson RE 70 smíðað af Grími Karlssyni.
Guðmundur Þórðarson RE 70 var smíðaður í Noregi árið 1957 úr stáli. 209 brl. 320 ha. Wichmann díesel vél. Eigandi var Baldur Guðmundsson, Reykjavík, frá 16. maí 1957. Skipið var selt 15. október 1970 Ólafi R. Sigurðssyni, Ytri-Njarðvík, Magnúsi Ásgeirssyni og Karli Helgasyni, Grindavík. 1971 var skipið endurmælt og mældist þá 16 brl., skipið var ekki umskráð. Talið ónýtt og tekið af skrá 2. október 1979.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Kraftblökkin
Sumarið 1959 var brotið blað í síldveiðisögu Íslendinga. Ný tækni ruddi sér þá til rúms á ótrúlega skömmum tíma. Ms. Guðmundur Þórðarsson RE 70 hélt það sumar til síldveiða fyrir Norðurlandi búið kraftblökk. Haraldur Ágústsson, skipstjóri, var fyrstur til að ná tökum og árangri í notkun kraftblakkarinnar við veiðar á torfufiski á Norður-Atlandshafi.