Guðmundur Þórðarson GK 75

Guðmundur Þórðarson GK 75

Líkan af bátnum  Guðmundur Þórðarson GK 75  smíðað af Grími Karlssyni.

Guðmundur Þórðarson GK 75 var smíðaður í Hafnafirði árið 1943 úr eik. 52 brl. 120 ha. Lister díesel vél. Eigendur voru Ægir h/f og Kristinn Árnason & Co. h/f, Gerðum, Garði, Gullbringusýslu, frá 21. apr 1943. 1956 var sett í bátinn 289 ha. MWM díesel vél. Seldur 10. okt 1961 Eyri h/f, Sandgerði. Seldur 25. jan 1971 Braga Emilssyni, Hornafirði, báturinn hét Fálkanes SF 77.  1971 var sett í bátinn 368 ha. Kelvin Dorman díesel vél. Seldur 5. apr 1972 Hjálmari Elíeserssyni, Kópavogi, báturinn hét Guðmundur RE 19. 1972 var sett í bátinn 370 ha. Cummins díesel vél. Seldur 9. okt 1973 Bjarna Beck, Hreiðari Pálssyni og Ríkarði Jónssyni, Ólafsvík, báturinn hét Þorleifur Magnússon SH 172. 1975 var nafni bátsins breytt, hét þá Sonja B. SH 172. Seldur 15. apr 1878 Þórði Markússyni, Eyrarbakka, báturinn hét Bakkavík ÁR 100. 1978 fór fram á bátnum stórviðgerð. Seldur 28. okt 1980 Kristjáni Óskarssyni og Magnúsi Brynjólfssyni, Þorlákshöfn, báturinn heitir Bjarnavík ÁR 13. 28. des 1981 var skráður eigandi Suðurvör h/f, Þorlákshöfn. Seldur 29. okt 1987 Bakkafiski h/f, Eyrarbakka. Báturinn er skráður í Þorlákshöfn 1988.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Guðmundur Þórðarson GK 75Guðmundur Þórðarson GK 75Guðmundur Þórðarson GK 75