Helgi Flóventsson TH77

Helgi Flóventsson TH77

Líkan af bátnum  Helgi Flóventsson TH 77  smíðað af Grími Karlssyni.

Helgi Flóventsson TH 77 var smíðaður í Danmörku 1955. Eik. 47 brl. 200 ha.  Alpha díesel vél. Eig. Svanur h/f, Húsavík, frá 1. okt. 1955. Báturinn var seldur 23. des. 1959 Meitlinum h/f, báturinn hét Þorlákur II. ÁR 3. 1969 var sett í bátinn 240 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 21. des. 1971 Skjöldungi h/f, Reykjavík, báturinn hét Skjöldur RE 80. Seldur 16. nóv. 1974 Meitlinum h/f, Þorlákshöfn. Seldur 12. mars 1975 Grími Þórarinssyni, Þorlákshöfn og Jóhanni Adólfssyni, Hveragerði, báturinn hét Gautur ÁR 19. 19. feb. 1977 voru skráðir eig. Jóhann Adólfsson, Hveragerði og Jón Ólafsson, Þorlákshöfn. Báturinn sökk um 3 sjómílur undan Selvogsvita 31. ágúst 1977. Áhöfnin, 3 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát. Síðan bjargaði áhöfnin á vélskipinu Fylki NK 102 frá Neskaupstað mönnunum til lands. 

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.