Einar Hálfdáns ÍS 8

Einar Hálfdáns ÍS 8

Líkan af bátnum  Einar Hálfdáns ÍS 8  smíðað af Grími Karlssyni.

Einar Hálfdáns ÍS 8 var smíðaður á Seyðisfirði 1947 úr eik. 38 brl. 140 ha. Alpha díesel vél. Báturinn hét Einar Hálfdáns ÍS 8. Eigandi bátsins var Ríkissjóður Íslands, frá 4. júlí 1947. Báturinn var seldur 2. júlí 1948 Völusteini h/f, Bolungavík. Seldur 12. jan 1957 Samvinnufélaginu Björgu, Drangsnesi, báturinn hét Völusteinn ST 50. 1954 var sett í bátinn 200 ha. Alpha díesel vél. Seldur 28. sept 1960 Ástgeiri Ólafssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Uggi VE 52. Seldur 1. okt 1971 Bátanausti h/f, Reykjavík. Þá fór fram stórviðgerð á bátnum í Reykjavík, þá var sett í hann 240 ha. Cummins díesel vél. Seldur 27. sept 1974 Jóni Karli Einarssyni og Sólmundi Jóhannssyni, Sandgerði, báturinn hét Ari Einarsson GK 400. Seldur 7. júní 1978 Magnúsi Helga Friðgeirssyni, Grindavík, báturinn hét Friðgeir Trausti GK 400. 1979 var sett í bátinn 340 ha. GM díesel vél. Seldur 10. jan 1983 Árna F. Vikarssyni, Keflavík, báturinn hét Vikar Árnason KE 121. Frá 22. jan heitir báturinn Hvalsnes GK 376, sami eigandi og áður. Báturinn er skráður í Sandgerði 1988.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.