Sigríður RE 22
Líkan af bátnum Sigríður RE 22 smíðað af Grími Karlssyni.
Sigríður RE 22 var smíðuð í Þýskalandi árið 1919 úr stáli. 149 brl. 242 ha. 3ja þjöppu gufuvél. Eigandi var Th. Thorsteinsson, Reykjavík, frá 3. janúar 1925, skipið hét Þorsteinn RE 22. Skipið var selt 4. janúar 1927 Smára h/f, Reykjavík, skipið hét Sigríður RE 22. Selt 7. janúar 1944 Óskari Halldórssyni, Kothúsum, Garði, Gullbringusýslu, Jarlinum s/f, Garði og Ólafi Óskarssyni, Reykjavík, skipið hét Sigríður GK 21. Selt 18. mars 1946 Hlutafélaginu Sigríði, Grundarfirði, skipið hét Sigríður SH 97. Selt 10. apríl 1954 Keili h/f, Reykjavík, skipið hét Sigríður RE 269. Selt 15. júní 1955 Skafta Jónssyni, Akureyri. 1956 var sett í skipið 440 ha. Mias díesel vél (frá 1935). 31. maí 1956 var skráður eigandi Fiskveiðasjóður Íslands, Reykjavík. Selt 25. júní 1957 Rún h/f, Bolungavík, skipið hét Særún ÍS 6. Það var talið ónýtt og tekið af skrá 1966.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson