Ólafur Magnússon KE 25 (#2)

Ólafur Magnússon KE 25 (#2)

Líkan af bátnum Ólafur Magnússon KE 25 (#2) smíðað af Grími Karlssyni.

Skipið hét upphaflega Ólafur Magnússon GK 525 og var smíðað í Keflavík 1946 úr eik. 36 brl. 150 ha. June Munktell vél. Eigandi Albert Ólafsson, Maren Jónsdóttir og Erlendur Jónsson, Keflavík, frá 1. febrúar 1946. 1949 var númeri bátsins breytt, hét þá Ólafur Magnússon KE 25. Seldur 1. október 1954 Snæbjörgu h/f, Ólafsvík, báturinn hét Þórður Ólafsson SH 140. 1959 var sett í bátinn 240 ha. Cummings díesel vél. Seldur 30. nóvember 1966 Steinanesi h/f, Bíldudal, báturinn hét Auður BA 46. Seldur 26. febrúar 1970 Herði Sigurvinssyni, Ólafsvík, báturinn hét Ólafur SH 44. 1970 var sett í bátinn 235 ha. Cummings díesel vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 20. janúar 1978.

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.