Vöggur GK 204

Vöggur GK 204

Líkan af bátnum  Vöggur GK 204  smíðað af Grími Karlssyni.

Vöggur GK 204 var smíðaður í Svíþjóð árið 1929 úr eik. 49 brl. 75 ha. Bolinder vél. Eigendur voru Karel Ögmundsson og Þórarinn Ögmundsson, Ytri Njarðvík, frá 21. okt 1939. 1949 var sett í bátinn 160 ha. Lister díesel vél. 25. júní 1947 var skráður eigandi Vöggur h/f, Njarðvíkum. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. apríl 1967.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

 

 Vöggur GK 204

Smíðaður í Lysekil í Svíþjóð 1929. 49 rúmlestir. Báturinn hét Avanti. 21. október 1939 keyptu Karvel Ögmundsson og Þórarinn Ögmundsson bátinn af Pontus Nilsen, sænskum síldarkaupmanni. Kaupsamningurinn var þannig að báturin skyldi greiðast með saltsíld sem hann sjálfur veiddi. Gekk það allt eftir með fullum skilum. Vöggur var gott sjóskip og mikil happafleyta. Voru sömu eigendur allt til enda að báturinn var ónýtur 1967. Lengst var hinn frábæri skipstjóri Daníel Ögmundsson með Vögg. Vöggur sigldi með ísfisk til Englands í stríðinu og er sýnishorn af smæstu bátum sem það gerðu um hávetur. Báturinn varð fyrir áföllum eitt sinn og var stýrishúsið alla tíð skakkt frá þeirri heimsiglingu. Þórarinn Guðmundsson skipstjóri frá Hlíð í Garðahverfi sigldi Vögg í stríðinu. Sá aldni sjóvíkingur hafði marga hildi háð um dagana. Hann fórst með bátnum Svanhólm 29. ágúst 1951.

 Grímur Karlsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Vöggur GK 204Vöggur GK 204Vöggur GK 204