Ægir GK 350

Ægir GK 350

Líkan af bátnum  Ægir GK 350  smíðað af Grími Karlssyni.

 Ægir GK 350 var smíðaður  á Akureyri árið 1947 úr eik. 37 brl. 140 ha. Mirrlees díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 15. nóvember 1947. Seldur 9. apríl 1948 Útgerðarfélagi Grindavíkur h/f, Grindavík. Seldur 8. nóvember 1954 Ægi h/f, Heillissandi, skipið hét Ármann SH 165. 1956 var sett í skipið 200 ha. Alpha díesel vél. Skipið brann á Breiðafirði 1. september 1961, áhöfnin, 3 menn, komst í gúmmíbjörgunarbát til lands í Hnífsey á Breiðafirði. Skipið eyðilagðist af völdum brunans.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

   Ægir GK 350   Ægir GK 350   Ægir GK 350