Skíði RE 51

Skíði RE 51

Líkan af skipinu   Skíði RE 51 smíðað af Grími Karlssyni.

Skipið Skíði RE 51 var smíðað í Svíþjóð  árið 1943 úr eik. 60 brl.  180 ha. Skandia vél. Eigandi Skeggi h/f, Reykjavík, frá 18. september 1945. Skipið var selt 22. október 1953 Aðalsteini Gunnlaugssyni og Guðjóni S. Scheving, Vestmannaeyjum, skipið hét Atli VE 14. 10. desember 1957 var skráður einn eigandi Aðalsteinn Gunnlaugsson, Vestmannaeyjum. 1959 var sett í skipið 390 ha. MWM díesel vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 10. júní 1967.

Heimild: Jón Björnsson: Íslensk skip, 3. b., s. 116. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.