Ingiber Ólafsson GK 35
Líkan af bátnum Ingiber Ólafsson GK 35 smíðað af Grími Karlssyni.
Ingiber Ólafsson GK 35 var smíðaður á Ísafirði árið 1961 úr eik. 83 brl. 500 ha. Caterpillar díesel vél. Eigendur voru Jón Ingibergsson, Ytri Njarðvík og Óskar Ingibergsson, Keflavík, frá 29. ágúst 1961. Báturinn var seldur 30. des 1965 Friðriki Jörgenssen, Reykjavík, báturinn hét Eyfellingur VE 206. Seldur 13. ágúst 1970 Sjöstjörnunni h/f, Keflavík, báturinn hét Pólstjarnan KE 9. Seldur 12. júlí Ríkissjóð Íslands, báturinn hét Dröfn RE 35. Báturinn er skráður í Reykjavík 1988. Seldur 1989 Haraldi Traustasyni, Vestmannaeyjum.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.