Hafþór RE 75
Líkan af bátnum Hafþór RE 75 smíðað af Grími Karlssyni.
Hafþór RE 75 var smíðaður í Þýskalandi árið 1959 úr stáli. 249 brl. 800 ha. MWM díesel vél. Skipið hét Hafþór NK 76. Eigandi skipsins var Ríkissjóður Íslands, frá 5. feb 1959. Skipið var selt 19. ág 1959 Óskari Lárussyni, Neskaupstað. Selt 7. okt 1962 Nesútgerðinni h/f, Neskaupstað. Selt 1968 Ríkissjóði Íslands, skipið hét Hafþór RE 75 og var notað til hafrannsókna. Selt 21. sept 1978 Lárusi Guðmundssyni, Guðmundi Guðmundssyni, Magnúsi Lýðssyni og Þórarni Gunnarssyni, Grundarfirði, skipið hét Haffari SH 275. 1979 var skipið yfirbyggt. 2. júní 1982 voru skráðir eigendur Lárus Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson og Stöð h/f, Grundarfirði. Selt 24. ág 1983 Fiskverkun Garðars Magnússonar h/f, Njarðvík, skipið hét Haffari GK 240. Selt 18. mars 1986 Álftfirðingi h/f, Súðavík, skipið heitir Haffari ÍS 430 og er skráð í Súðavík 1988.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.