Ása GK 16

Ása GK 16

Líkan af seglskipinu  Ása GK 16  smíðað af Grími Karlssyni.

Ása GK 16 var smíðuð í Englandi, keypt til Íslands árið 1902 úr eik og furu. 90 brl. með hjálparvél, tegund ókunn. Eigandi var Ólafur Á. Ólafsson, Keflavík, frá 17.  nóvember 1902. Skipið var selt 12. desember 1904 Firmanu H.P. Duus, Keflavík. Skipið strandaði við Hvalsnes 10. október 1919, mannbjörg varð.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

 

Ása GK 16 var smíðuð í Galmpton á Englandi 1886. Keypt til Íslands 1902. Eik og fura. 89 brl. Með hjálparvél, tegund ókunn.
Eigandi frá 17. nóv. 1902: Ólafur A. Ólafsson verslunarstjóri Duus verslunar í Keflavík. 12. des. 1904 var skipið skráð á Firmað H. P. Duus í Keflavík. Skipstjóri var lengst af Friðrik Ólafsson frá Ártúni á Kjalarnesi. Hann lærði ungur sjómensku og prófi frá stýrimannaskólanum lauk hann 1901. Hann var skútuskipstjóri hátt í þrjá áratugi. Friðrik var mörg ár skipstjóri á Ásu. Hann var fyrirmyndar skipstjóri og margsinnis mesti aflamaður við Faxaflóa. Skipið strandaði við Hvalsnes 10. október 1919, á leið til Englands með fullfermi af fiski, mannbjörg varð. Ása var stórt og gott skip. Eitt hið fríðasta í seglskipaflotanum öllum. Hún hafði verið hverju skipi aflasælla, enda skipstjórinn mikill aflamaður.

Grímur Karlsson