Svanur KE 6

 Svanur KE 6

Líkan af bátnum Svanur KE 6  smíðað af Grími Karlssyni.

Svanur KE 6 var smíðaður í Svíþjóð árið 1939 úr eik. 76 brl. 150 ha. Bolinder vél. Báturinn hét Dux GK 86. Eigendur voru Jóhann Guðjónsson, Guðjón Jóhannsson, Pétur Jóhannsson og Jón Jóhannsson, Keflavík, frá 30. október 1945. Báturinn var seldur 29. janúar 1948 Ólafi Lárussyni, Keflavík, báturinn hét Svanur GK 530. 1949 var umdæmisstöfum bátsins breytt, hét þá Svanur KE 6. Seldur 10. desember 1951 Steindóri Péturssyni, Keflavík. Báturinn strandaði við Gerðahólma 18. mars 1953. Áhöfnin, 6 menn, bjargaðist, en báturinn eyðilagðist.

Heimild:  Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Svanur KE 6Svanur KE 6Svanur KE 6