Hilmir II KE 8

Hilmir II KE 8Hilmir II KE 8 var smíðaður í Svíþjóð árið 1963 úr eik. 107 brl. 470 ha. Kromhout díesel vél. Eig. Sigurbjörn h/f, Keflavík, frá 15. ág. 1963. Skipið var selt 13. júní 1968 Frosti h/f, Súðavík, skipið hét Valur ÍS 420. Selt 23. júlí 1972 Guðlaugi Guðmundssyni, Óttari Guðlaugssyni og Steinþóri Guðlaugssyni, Ólafsvík, skipið hét Jökull SH 77. Í des. 1972 var skráður eig. Enni h/f, Ólafsvík, sömu eig. og áður. 1977 var sett í skipið 650 ha. GM díesel vél. Selt 15. júlí 1980 Guðjóni Bragasyni, Sandgerði, Skipið hét Magnús Kristinn GK 99. Selt 3. feb. 1982 Stefáni Hjaltasyni, Ólafsvík, skipið hét Brimnes SH 257. Það brann og sökk út af Jökli 3. sept. 1983. Áhöfnin, 5 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát. Síðan bjargaði áhöfnin á Saxhamri SH 50  frá Rifi mönnunum til lands.

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

 Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Hilmir II KE 8Hilmir II KE 8Hilmir II KE 8