Helgi Flóventsson ÞH 77

Helgi Flóventsson ÞH 77

Líkan af bátnum Helgi Flóventsson ÞH 77 smíðað af Grími Karlssyni.

Helgi Flóventsson ÞH 77 var smíðaður í Noregi árið 1960 úr eik. 109 brl. 300 ha. Wichmann díesel vél. Eigandi skipsins var Svanur h/f, Húsavík, frá 2. ágúst 1960. Skipið fórst um 5 sjómílur norðvestur af Langanesfonti 4. ágúst 1961. Áhöfnin, 11 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát skipsins og þaðan um borð í Stíganda ÓF.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.