Hugo SI 15

Hugo SI 15

Líkan af bátnum   Hugo SI 15 smíðað af Grími Karlssyni.

Hugo SI 15 var smíðaður í Noregi árið 1902 úr stáli. 74 brl. 143 ha. 2ja þjöppu gufuvél. Eigandi var Jórunn B. Tynes, Siglufirði, frá 2. júní 1922. Skipið var selt 23. febrúar 1926 Sigfúsi Sveinssyni, Norðfirði, skipið hét Atli SU 460. Um 1932 var umdæmisstöfum skipsins breytt, hét það Atli NK 1. Skipið var talið ónýtt og rifið í Reykjavík 1937. 

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

 Sveinn Þorsteinsson og Hugo frá Siglufirði

Sveinn Þorsteinsson frá Vík í Haganesvík, seinna búsettur í Siglufirði, var skipstjóri og aflaði vel. Eitt árið var hann aflahæstur, þá með vélskipið Hugo SI 15.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.