Vörður TH 4

Vörður TH 4

Líkan af bátnum  Vörður TH 4  smíðað af Grími Karlssyni.

Vörður TH 4 var smíðaður í Reykjavík árið 1947 úr eik. 67 brl. 185 ha. Allen díesel vél. Báturinn hét Vörður TH 4. Eigandi var Gjögur h/f, Grenivík, frá 10. feb 1947. 1958 var sett í bátinn 310 ha. Alpha díesel vél. Seldur 17. maí 1966 Guðmundi Karli Guðfinnssyni og Sigurði Óskarssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Guðfinnur  Guðmundsson VE 445. Seldur 1. júní 1972 Konráði Júlíussyni, Stykkishólmi, báturinn hét Gísli Magnússon SH 101. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 13. maí 1976.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

 

Vörður TH 4

Árið 1947 keypti Gjögur h/f tvo 70 rúmlesta báta til Grenivíkur við Eyjafjörð. Erfitt er að koma orðum að slíkum stórhug í jafn litlu sjávarplássi. Miðað við fólksfjölda er þetta eins og Reykjavíkurborg keypti í dag tvö þúsund 70 rúmlestabáta samtímis. Þessir bátar sem komu til Grenivíkur voru Von TH 5 og Vörður TH 4. Eftir komu þessara báta hefur staðið stórútgerð frá Grenivík og Grindavík á vegum Gjögurs h/f og stendur enn.  

Jóhann Adolf Oddgeirsson (Addi á Verði) var lengst af skipstjóri á Verði ÞH 4. Þegar Addi á Verði stóð í fyrsta skiptið á bryggjunni í Grindavík til að róa þaðan á vetrartíð voru margir Grindvíkingar mættir til að taka á móti norðanmönnum. Segir sagan að fyrstu orðin sem Addi hafi mælt væru „Jæja drengir, hér á ég víst að vera hæstur í vetur“ og gekk það eftir.

 Grímur Karlsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.