Vísir KE 70

Vísir KE 70

Líkan af bátnum  Vísir KE 70  smíðað af Grími Karlssyni.

Vísir KE 70 var smíðaður á Ísafirði árið 1946 úr eik. 53 brl. 200 ha. June Munktell vél. Báturinn hét Vísir GK 70. Eigandi var Útgerðarfélag Keflavíkur h/f, Keflavík, frá 5. feb. 1946. Frá 1949 hét báturinn Vísir KE 70. 1961 var sett í bátinn 220 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 2. júní 1970 Skipanausti h/f, Grindavík, báturinn hét Vísir GK 101. Seldur 17. sept 1971 Klukku s/f, Grindavík. Seldur 13. júní 1972 Guðmundi Haraldssyni, Grindavík. 1974 var sett í bátinn 350 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 10. mars 1977 Stefáni Aðalsteinssyni, Djúpavogi, báturinn hét Máni SU 38. Seldur 16. jan 1980 Georg Stanley Aðalsteinssyni, Helga H. Georgssyni og Guðjóni Aanes, Vestmannaeyjum, báturinn hét Nökkvi VE 65. Hann strandaði á Svínafellsfjöru um 4 sjómílur vestan Ingólfshöfða. Áhöfninni, 4 mönnum, var bjargað af björgunarsveit Öræfinga í Austur-Skaftafellssýslu.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Vísir KE 70Vísir KE 70Vísir KE 70