Björn Jónsson RE 22
Líkan af bátnum Björn Jónsson RE 22 smíðað af Grími Karlssyni.
Björn Jónsson RE 22 var smíðaður í Svíþjóð árið 1947 úr eik. 105 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 5. júlí 1947. Skipið var selt 21. febrúar 1949 h/f Guðjóni, Reykjavík. Skipið var selt 20. desember 1959 Ísbirninum h/f, Reykjavík. Skipið sökk við Tvísker 29. júlí 1965, var á síldveiðum. Áhöfnin, 11 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát sem var um borð í skipinu, síðan bjargaði áhöfnin á björgunar- og eftirlitsbátnum Eldingu (Hafsteinn Jóhannsson) mönnunum til lands heilum á húfi.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.