Helga RE 49

Helga RE 49

Líkan af bátnum  Helga RE 49 smíðað af Grími Karlssyni.

Helga RE 49 var smíðuð í Svíþjóð árið 1947 úr eik. 110 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 21. mars 1957. Skipið var selt 10. mars 1949 Ingimundi h/f, Reykjavík. 1956 var sett í skipið 330 ha. Alpha díesel vél. Skipið sökk út af Reykjanesi 25. nóvember 1960. Áhöfnin, 10 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og síðan bjargaði þýskur togari, Weser frá Bremerhaven, mönnunum til lands.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson