Guðfinnur GK 132
Líkan af bátnum Guðfinnur GK 132 smíðað af Alexander Vilmarssyni.
Guðfinnur GK 132 var smíðaður í Svíþjóð 1934 úr eik og furu. 18 br. 60 ha. June Munktell vél. Eigendur Guðmundur Guðfinnsson og Sigurþór Guðfinnsson, Keflavík frá 15. mars 1935. Báturinn var seldur 29. október 1943 h/f Guðfinni, Eskifirði, báturinn hét Hilmir SU 612, Seldur 29. desember 1950 Hlutafélaginu Hilmi á Raufarhöfn, báturinn hét Hilmir TH 235. Seldur 25. maí 1954 Eiríki Þórarinssyni, Baldri Júlíussyni og Ole Olsen, Keflavík, báturinn hét Hilmir KE 18. 1955 var sett í bátinn 150 ha GM díesel vél. Seldur 20. mars 1958 Baldri Júlíussyni, Keflavík. Báturinn fórst í róðri um 8 sjómílur norður af Eldey 17. ágúst 1965. Áhöfnin, 6 menn, bjargaðist um borð í Freyju frá Sandgerði. Kallmerki óþekkt, skipskrárnúmer 567.
Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 1.b., s. 184. Iðunn 1998.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.