Snæfugl SU 20

Snæfugl SU 20

Líkan af bátnum  Snæfugl SU 20 smíðað af Grími Karlssyni.

Snæfugl SU 20 var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 úr eik. 79 brl. 215 ha. Atlas díesel vél. Eigandi var Snæfugl h/f, Reykjavík, frá 4. okt 1946. 1951 var sett í skipið 240 ha. Lister díesel vél. Skipið sökk út af Seley 30. júlí 1963. Áhöfnin, 10 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát, síðan bjargaði Guðmundur Péturs ÍS mönnum til lands.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.