Vilborg KE 51
Líkan af bátnum Vilborg KE 51 smíðað af Grími Karlssyni.
Vilborg KE 51 var smíðuð á Ísafirði árið 1954 úr eik. 45 brl. 240 ha. GM díesel vél. Báturinn hét Vilborg KE 51. Eigandi var Albert Bjarnason, Keflavík, frá 14. des 1954. Báturinn var seldur 14. des 1964 Valdimari Einarssyni, Reykjavík, báturinn hét Blakkur RE 335. 1971 var sett í bátinn 330 ha. GM díesel vél. Seldur 14. sept 1973 Maris Gilsfjörð og Sigurði Valdimarssyni, Ólafsvík, báturinn heitir Skálavík SH 208. Seldur 15. maí 1979 Þorgrími Benjamínssyni og Rúnari Benjamínssyni, Ólafsvík. 1983 var sett í bátinn 402 ha. Caterpillar díesel vél og þá var hann endurmældur og mældist þá 46 brl. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 20. okt 1987.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.