Keflvíkingur GK 400
Líkan af bátnum Keflvíkingur GK 400 smíðað af Grími Karlssyni.
Keflvíkingur GK 400 var smíðaður í Njarðvík árið 1940 úr eik. 70 brl. 180 ha. Alpha díesel vél. Báturinn hét Keflvíkingur GK 400. Eigandi var Samvinnuútgerðarfélag Keflavíkur, Keflavík, frá 11. mars 1940. 24. nóv 1944 var skráður eigandi Keflvíkingur h/f, Keflavík. Skipið hét Keflvíkingur KE 44 frá árinu 1950. Skipið brann og sökk um 80 sjómílur norðvestur af Garðskaga 16. júlí 1951. Áhöfnin, 9 menn, bjargaðist í léttbát, og eftir 19 klst. veru í honum björguðust þeir um borð í Skíðblaðni frá Keflavík.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.