Stakkur GK 503

Stakkur GK 503

Líkan af bátnum  Stakkur GK 503  smíðað af Grími Karlssyni.

Stakkur GK 503 var smíðaður í Reykjavík árið 1922 úr eik og furu. 17 brl. 36 ha. Tuxham vél. Báturinn hét Stakkur GK 503. Eigendur voru Björg h/f, Keflavík og Jón Eyjólfsson o.fl., Keflavík, frá 19. des 1922. 1929 var sett í bátinn 60 ha. Skandia vél. Báturinn var lengdur 1939 og mældist þá 24 brl. Seldur 28. maí 1942 Jóni Guðmundssyni og Angantý Guðmundssyni, Keflavík, báturinn hét Sturla Ólafsson GK 503. Seldur 28. maí 1943 Axel Pálssyni, Keflavík og Jóni Ásgeirssyni, Reykjavík, báturinn hét Fylkir GK 503. Seldur 15. nóv 1944 Sigurði Ágústssyni, Páli Þorleifssyni, Árna Sveinbjörnssyni, Þorkatli Runólfssyni og Birni Ásgeirssyni, Sykkishólmi, báturinn hét Fylkir SH 11. Seldur 27. nóv 1958 Einari Sigurðssyni, Reykjavík, báturinn hét Heiða RE 32. 1960 var sett í bátinn 115 ha. Buda díesel vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. des 1965.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. 

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Stakkur GK 503Stakkur GK 503Stakkur GK 503