Hilmir GK 498

Hilmir GK 498

Líkan af bátnum  Hilmir GK 498 smíðað af Grími Karlssyni. 

Hilmir GK 498 var smíðaður í Keflavík 1942 úr eik. 28 brl. 90 ha. Bolinder vél. Eigendur Sigurbjörn Eyjólfsson, Keflavík, frá 17. mars 1942. Seldur 28. maí 1946 Guðmundi Guðmundssyni, Gústaf A. Guðmundssyni og Magnúsi Ingimarssyni, Hólmavík, báturinn heitir Hilmir ST 1. 1947 var sett í bátinn 120 ha. Ruston díesel vél. 1962 var sett í hann 205 ha. Deutz díesel vél. 1. júní 1973 var skráður eigandi Guðmundur Guðmundsson h/f Hólmavík. 1985 var sett í bátinn 300 ha. Mitsubishi vél. Báturinn er skráður á Hólmavík 1988.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 1. b., s. 195. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Hilmir GK 498Hilmir GK 498Hilmir GK 498