Marz GK 374

Marz GK 374

Líkan af bátnum    Marz GK 374 smíðað af Grími Karlssyni.

Marz GK 374 var smíðaður í Noregi árið 1922 úr eik og furu. 15 brl. 25 ha. Bolinder vél. Báturinn hét Bjarni Ólafsson GK 509 árið 1924. Eigendur voru Elías Þorsteinsson, Bjarni Ólafsson, Albert Bjarnason, Þórður Sigurðsson, Ólafur Bjarnason og Kristinn Jónsson, Keflavík, frá 12. sept 1924. Seldur í jan 1926 Björgvini Jónssyni, Markúsi Sæmundssyni og Eiríki Jónssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Mars VE 149. 1937 var sett í bátinn 72 ha. Tuxam vél. Seldur 1940 Gunnari Ólafssyni & Co. h/f, Vestmannaeyjum. Seldur 10. júní 1941 Ármanni Magnússyni, Neskaupstað, báturinn hét Mars NK 74. 1944 var sett í bátinn 108 ha. Buda vél. Seldur 6. jan 1949 Símoni Pálssyni, Hrísey, báturinn hét Mars EA 74. Seldur 25. júní 1952 Ugga h/f, Ytri Njarðvík, báturinn hét Mars GK 374. Seldur 25. maí 1954 Markúsi B. Þorgeirssyni, Hafnarfirði, báturinn hét Þorgeir Sigurðsson GK 374. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 6. apr 1959.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Marz GK 374Marz GK 374Marz GK 374