Nanna RE 9
Líkan af bátnum Nanna RE 9 smíðað af Grími Karlssyni.
Nanna RE 9 smíðuð í Svíþjóð árið 1933 úr eik. 72 brl. 160 ha. Skandia vél. Eigandi var Reykjanes h/f, Reykjavík, frá 25. júlí 1945. 19. október 1951 var skráður eigandi Stofnlánadeild Sjávarútvegsins, Reykjavík. Skipið var selt 3. nóvember 1952 Heimi h/f, Reykjavík, skipið hét Rex RE 9. 1954 var sett í skipið 270 ha. June Munktell vél. Selt 14. desember 1957 Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f, Keflavík, skipið hét Faxavík KE 65. Það var talið ónýtt og tekið af skrá 1962.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson