Tjaldur KE 64
Líkan af bátnum Tjaldur KE 64 smíðað af Grími Karlssyni.
Tjaldur KE 64 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1919 úr eik. 15 brl. 30 ha. Alpha vél. Eigendur voru Ólafur Auðunsson og Lyder Höjdahl, Vestmannaeyjum, frá 1919, báturinn hét Tjaldur VE 225. Seldur 25. febrúar 1926 Ólafi Vigfússyni, Jóni Ó. E. Jónssyni og Halldóri Jóni Einarssyni, Vestmannaeyjum. 1932 var sett í bátinn 50 ha. Säffle vél. Seldur 2. nóvember 1942 Óskari Eyjólfssyni og Halldóri J. Einarssyni, Vestmannaeyjum. Seldur 2. nóvember 1948 Lárusi Sumarliðasyni og Sigurði B. Ólafssyni, Keflavík, báturinn hét Tjaldur KE 64. 1953 var sett í bátinn 100 ha. GM díesel vél. Seldur 8. desember 1954 Páli Jónssyni og Sigurði Árnasyni, Reykjavík, báturinn hét Tjaldur RE 43. Seldur 3. mars 1957 Sigurði Árnasyni, Hellissandi, báturinn hét Tjaldur SH 97. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1960.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.