Stjarnan RE 3

Stjarnan RE 3

Líkan af bátnum  Stjarnan RE 3  smíðað af Grími Karlssyni.

Stjarnan RE 3 var smíðuð í Svíþjóð árið 1947 úr eik. 111 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Skipið hét Stjarnan RE 3 árið 1948. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, frá 11. maí 1948. Skipið var selt 10. feb 1949 Sjöstjörnunni h/f, Reykjavík.  1956 var sett í skipið 350 ha. Alpha díesel vél. Selt 17. ág 1966 Sjöstjörnunni h/f, Njarðvík. 1969 var skipið endurmælt, mældist þá 100 brl. 1969 var sett í skipið 440 ha. Alpha díesel vél. Selt 14. des 1975 Sigtryggi Benediktz, Hornafirði og Bjarna Jónssyni, Kópavogi, skipið hét Svalan SF 3. 17. sept 1980 var skráður eigandi Svalan h/f, Hornafirði. Frá 1980 hét skipið Jón Bjarnason SF 3, sami eigandi. Skipið strandaði og sökk nálægt Papey 12. okt 1982. Áhöfnin, 9 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát. Síðan bjargaði skipshöfnin á vélskipinu Sturlaugi II ÁR 7 frá Þorlákshöfn mönnunum til lands.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.