Emma GK 279

Emma GK 279

Líkan af bátnum  Emma GK 279  smíðað af Grími Karlssyni.

Emma GK 279 var smíðuð á Ísafirði 1919 úr eik. 16 brl. 46 ha. Densil vél. Skipið hét Emma VE 219. Eigandi var Johan Reyndal, Vestmannaeyjum, frá 1919. Selt 29. júlí 1920 Birni Bjarnasyni, Bjarna Einarssyni og Jóni Einarssyni, Vestmannaeyjum. 1921 selja Bjarni Einarsson og Jón Einarsson sína eignarhluta í bátnum Birni Bjarnasyni og Eiríki Ásbjörnssyni, Vestmannaeyjum. 1931 var sett í bátinn 64 ha. Ellwe vél. 1944 var sett í bátinn 70 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 2. jan 1951 Gústaf Finnbogasyni, Guðmundi Andrési Guðmundssyni og Nikulási Nílsen, Vestmannaeyjum. Seldur 1. okt 1952 Gústaf Sigurjónssyni, Vestmannaeyjum. Seldur 2. ágúst 1954 Árna H. Bachmann, Njarðvík og Sigurði Bachmann, Keflavík. Báturinn hét þá Emma GK 279. Seldur 26. júní 1963 Sigurgarði Sturlusyni, Reykjavík og Hákoni Sturlusyni, Arnarfirði. Báturinn hét þá Emma RE 353. Báturinn var talinn ónýtur og brenndur í Hafnarfirði 6. jan 1968.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Emma GK 279Emma GK 279Emma GK 279