María Júlía

María Júlía

Líkan af varðskipinu  María Júlía  smíðað af Grími Karlssyni.

María Júlía var smíðuð í Danmörku  árið 1950 úr eik. 138 brl. 470 ha. Patters díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 25. mars 1950. Skipið var selt 15. febrúar 1969 Skildi h/f, Patreksfirði, skipið hét María Júlía BA 36. Skipið var endurmælt 1969 og mældist þá 105 brl. 1972 var sett í skipið 580 ha. Cummings díesel vél. 1975 fór fram á skipinu stórviðgerð, var endurmælt og mældist þá 108 brl. 21. maí 1982 var skráður eigandi Vaskur h/f, Tálknafirði. Selt 23. janúar 1985 Þórsbergi h/f, Tálknafirði. Skipið er skráð á Tálknafirði 1988.

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

María Júlía var smíðuð í Danmörku árið 1950. 138 brt. 470 ha. Patters díesel vél. Smíðuð sem björgunarskúta Vestfjarða. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 25. mars 1950. Eigandi var Skjöldur h/f, Patreksfirði, frá 15. febrúar 1969. Eigandi var Vaskur h/f, Tálknafirði, frá 30. júní 1983. María Júlía var björgunar- og varðskip. Tók þátt í öllum þorskastríðunum. Var eitt af fyrstu skipum íslenska ríkisins til að stunda hafrannsóknir á vegum Hafró. Stundaði síðan siglingar með ísvarinn fisk til Englands, aðallega afla annarra en einnig eigin. Hefur síðan stundað fiskveiðar frá Tálknafirði til dagsins í dag, nú orðin hálfrar aldar gömul.  

Grímur Karlsson

 Höskuldur Skarphéðinsson hóf feril sinn sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni á varðskipinu Maríu Júlíu. Þetta happaskip er enn á sjó og gert út frá Tálknafirði.  Á hverju sumri fyrr á árum fór skip frá Landhelgisgæslunni til haf- og fiskirannsókna á Íslandsmiðum. Fiskifræðingarnir Jón Jónsson og Aðalsteinn Sigurðsson störfuðu um borð í Maríu Júlíu upp úr 1960.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.