Vonin KE 2

Vonin KE 2

Líkan af bátnum  Vonin KE 2 smíðað af Grími Karlssyni.

Vonin KE 2 var smíðað í Hollandi árið 1960 úr stáli. 180 brl. 500 ha. Kroumbout díesel vél. Skipið hét Pálína SK 2. Eigendur voru Ægir h/f og Sjávarborg h/f, Skagafirði, frá 13. júlí 1960. Skipið var selt 16. feb 1963 Ægi h/f, Keflavík, skipið hét Vonin KE 2. Frá 16. des 1976 er skráður eigandi Vonin h/f, Keflavík. Frá 1977 mælist skipið 161 brl. yfirbyggt 1982. Sama ár var sett í skipið 600 ha. Stork Werkspoor vél. Breyting á mælingu þá, mældist 162 brl. Skipið er skráð í Keflavík 1988. Skipið var selt 11. jan 1990 Hrönn h/f, Ísafirði, hét Vonin ÍS 82. Selt 21. jan 1990 Arnarvör h/f, Ísafirði. Frá 29. maí 1992 var skipið skráð Snæfell ÍS 820, sami eigandi og áður. Selt 24. júní 1992 Kögurfelli h/f, Ísafirði. Frá 7. nóv 1994 heitir skipið Snæfell GK 820, skráð í Garði. Frá 12. apríl 1995 er skipið skráð Snæfell ÍS 820, eigandi Kögurfell h/f, Ísafirði.  Frá 26. feb 1996 er skráður eigandi skipsins Náttfari ehf, Húsavík, sama nafn og númer. Skipið hefur ekki verið umskráð og er skráð á Ísafirði 1997.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Vonin KE 2Vonin KE 2Vonin KE 2