Veröld vættanna - Sögustund fyrir börn

Laugardaginn 9. mars kl. 11.30 verður Sögustund fyrir börn í Bókasafni Reykjanesbæjar í tilefni Safnahelgi á Suðurnesjum. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur les upp úr sögunni „Bergrisinn vaknar“ en Veröld vættanna er verkefni á vegum Reykjanes Unesco Global Geopark.

Markmið verkefnisins er að fræða börn og ungmenni um náttúruna í nærumhverfi sínu á Reykjanesinu. „Bergrisinn vaknar“ segir frá landvættunum Bergrisanum, Berglindi blómadís, Brimi hafmanni og Skottunni.