Jólasýning 2019
Sýning um Jólahald fyrri ára var sett upp í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar í lok nóvember 2019 og stóð hún fram á þrettándann. Þema sýningarinnar var jólahald fyrr á tímum og mátti finna ýmsa muni sem notaðir voru hér fyrr á tímum til þess að skreyta fyrir jólahátíðina. Gamlir munir voru fengnir frá Byggðasafni Reykjanesbæjar og frá Ísafirði. Einnig var jólaþorp sett upp í sýningarskáp.