Starfsmenn
Bókasafn
- Nafn Anna María Cornette
- Starfsheiti verkefnisstjóri
- Netfang anna.m.cornette@reykjanesbaer.is

Anna María er verkefnisstjóri miðlunar, þróunar og fjölmenningar í bókasafninu. Einnig hefur hún umsjón með umbroti og hönnunarvinnu alls útgefins efnis, skipulagningu, hönnun og uppsetningu sýninga.
Anna María er með BA-gráðuí myndlist frá Listháskóla Íslands auk MA-gráðu í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands, hún er með diplóma í safnafæði og er að leggja lokahönd á meistararitgerð í safnafræði við sama skóla.
Þegar Anna María er ekki í vinnunni er hana einna helst að finna inn í vinnustofu að vinna í myndlist, niðri í Tónlistarskóla að spila á gítar eða að bardúsa eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni en hún telur sig einstaklega heppna með það hversu skemmtilega fjölskyldu hún á.
- 4216770
- anna.m.cornette@reykjanesbaer.is
- Nafn Dilja Rún Ívarsdóttir
- Starfsheiti þjónustufulltrúi í útlánadeild
- Netfang

- Nafn Elísabet Guðrún Björnsdóttir
- Starfsheiti deildarstjóri barna- og unmennadeildar
- Netfang elisabet.g.bjornsdottir@reykjanesbaer.is
- Nafn Guðný Kristín Bjarnadóttir
- Starfsheiti bókasafns- og upplýsingafræðingur
- Netfang gudny.k.bjarnadottir@reykjanesbaer.is

Guðný Kristín Bjarnadóttir er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði ásamt diplóma í safnafræði frá Háskóla Íslands og er hún deildarstjóri aðfangadeildar.
Guðný Kristín hefur mikinn áhuga á umhverfismálum ásamt allskyns sköpun eins og að leira, búa til kerti, sápugerð og margt fleira. Einnig hefur hún afskaplega gaman að því að fara á skíði, ferðast, spila og bara njóta með fjölskyldu og vinum.
Síðast en ekki síst hefur Guðný Kristín gaman af lestri góðra bóka og er alltaf með góðan stafla af TBR bókum. Nokkar af hennar uppáhalds bókum eru m.a. Harry Potter bækurnar, Hroki og hleypidómar og fleiri bækur eftir Jane Austen, Outlander serían, Litla vampíran og margar margar fleiri.
- Nafn Guðríður Anna Waage
- Starfsheiti þjónustufulltrúi/afleysingar
- Netfang gudridur.waage@reykjanesbaer.is

Guðríður er í afleysingum í útlánadeild. Guðríður er kölluð Gurrý af samstarfsfólki sínu, vinum og vandamönnum.
- 4216770
- gudridur.waage@reykjanesbaer.is
- Nafn Jóna Björk Þórudóttir
- Starfsheiti þjónustufulltrúi í útlánadeild
- Netfang

Jóna Björk er starfsmaður í útlánadeild.
- Nafn Marta Alda Pitak
- Starfsheiti þjónustufulltrúi/afleysingar
- Netfang

- Nafn Oddný Guðbjörg Leifsdóttir
- Starfsheiti þjónustufulltrúi í útlánadeild
- Netfang oddny.g.leifsdottir@reykjanesbaer.is
- Nafn Sigurrós Inga Sigurbergsdóttir
- Starfsheiti upplýsingafræðingur
- Netfang sigurros.i.sigurbergsdottir@reykjanesbaer.is
- Nafn Stefanía Gunnarsdóttir
- Starfsheiti forstöðumaður
- Netfang stefania.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Stefanía hefur starfað sem forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar frá desember 2013.
Hún hefur lokið BA prófi í bókasafns- og upplýsingafræðum, diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri og MPA í opinberri stjórnsýslu. Auk þess er hún með diplómu í jákvæðri sálfræði.
Áhugamál Stefaníu eru fjölskyldan, lestur, ferðalög og gönguferðir. Stefanía er alæta á bækur og er alltaf með háan bunka af bókum á náttborðinu. Bækurnar Karitas án titils og Óreiða á striga eru í uppáhaldi.
- Nafn Unnur Ósk Wium Hörpudóttir
- Starfsheiti þjónustufulltrúi/afleysingar
- Netfang unnur.o.horpudottir@reykjanesbaer.is
- Nafn Vala Björk Svansdóttir
- Starfsheiti þjónustufulltrúi í útlánadeild
- Netfang

- Nafn Þórey Ösp Gunnarsdóttir
- Starfsheiti bókasafns- og upplýsingafræðingur
- Netfang thorey.o.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Þórey Ösp er með BA í Bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands.
Þórey Ösp sinnir upplýsingaþjónustu í safninu auk þess sem hún sér um tæknimál.
Þegar hún er ekki á bókasafninu hefur hún einstaklega gaman að því að baka, elda, lesa, ferðast, föndra og njóta með fjölskyldu og vinum. Hún spilar einnig leikandi létt á píanó í frístundum.
Þórey er með stóran bunka af bókum sem hún á eftir að lesa, en hún segir þær vera nokkrar sem hún gæti lesið aftur og aftur. Það eru meðal annars; Harry Potter bækurnar, Ronja Ræningjadóttir, Dýragarðsbörnin, Við urðarbrunn, Nornadómur og Salka Valka.