Upplýsingar um safnið
Við sameiningu þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum árið 1994 var ákveðið að sameina almenningsbókasöfnin Bókasafn Keflavíkur, Bókasafn Njarðvíkur og Lestrarfélagið í Höfnum í eitt safn, Bókasafn Reykjanesbæjar.
Bókasafn Reykjanesbæjar starfar samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn númer 150 frá árinu 2012.
Leiðarljós Bókasafns Reykjanesbæjar
Í samvinnu við íbúa bæjarfélagsins leitast starfsfólk við að veita vandaða bókasafns- og upplýsingaþjónustu í bjartri, opinni og vingjarnlegri stofnun.
Markmið Bókasafns Reykjanesbæjar er:
- að veita góðan aðgang að fjölbreyttum safnkosti til aukinnar þekkingar, þroska, víðsýni og afþreyingar fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar.
- að verða lifandi í hugskoti íbúanna sem heilsulind hugans og fjölbreytt menningar- og upplýsingastofnun.
- að vinna stöðugt að því að lestur verði lífsstíll allra aldurshópa.
- að vera til styrktar í hverskonar þekkingarleit og standa vörð um íslenska tungu.
- að upplýsa um bæjarfélagið og margvíslega þjónustu þess.
- að vera í framvarðasveit íslenskra almenningsbókasafna um jákvæða, markvissa og öfluga þjónustu.
Þetta gerum við með því að:
- Vanda val bókakosts, tónlistar og kvikmynda, hafa rúman opnunartíma, leiðbeina um safnið og samskrá íslenskra bókasafna www.leitir.is, hafa gott aðgengi fyrir fatlaða og heimsendingarþjónustu fyrir sjúka og aldraða.
- Gera hæfniskröfur til starfsmanna um góða þjónustu og stuðla að símenntun þeirra.
- Vinna stöðugt að kynningu safnsins og laða íbúa að.
- Leggja áherslu á mikilvægi lesturs í barnastarfi og fitja upp á nýbreytni í kynningu safngagna. Hafa íslenskt efni í fyrirrúmi og safna sérstaklega efni um Reykjanesbæ og nágrannabyggðir í Átthagadeild.
- Veita nútíma- og faglega upplýsingaþjónustu, millisafnalán, aðgang að nýjustu rafrænu miðlum og lestraraðstöðu.
- Hafa góða samvinnu við önnur söfn og viðeigandi fagfélög.