Erasmus +

Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+, Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og fulltrúi verkefnins og Margrét Sverrisdóttir, verkefnisstjóri fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+Bókasafn Reykjanesbæjar hefur hlaut haustið 2022 styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál á sviði fullorðinsfræðslu að upphæð 60 þúsund evrur. Bókasafnið sótti um styrkinn ásamt samstarfsaðilum frá Noregi og Slóvakíu. 

Stefanía Gunnarsdóttir tók við styrknum fyrir hönd verkefnisins og sagði við tækifærið „stefnt er á að nærsamfélagið í Reykjanebæ þekki betur hugtakið sjálfbærni, læri nýja hluti og aðferðir í grænum lífsstíl og minnka vistspor okkar í leiðinni. Hugmyndafræði verkefnisins er ný útfærsla á deilihagkerfinu eins og við þekkjum það, þar sem horft er til samnýtingar með það að markmiði að auka umhverfisvernd.“ Gert var ráð fyrir því að í verkefninu yrðii til þekking og efni sem hægt sé að deila milli landa þar sem allir leggja sitt af mörkum

Bókasafnið mun hafa umsjón með kennsluhluta verkefnisins. Það ber einnig ábyrgð á verkefninu og fer með stjórnun fjármála, skýrslugerð og eftirlit.

Bókasafnið hefur margra ára reynslu af viðburðum og fræðslu fyrir fullorðna. Þar er boðið upp á þjónustu fyrir alla og á síðustu árum hefur orðið aukning í formlegum og óformlegum námskeiðum. Lögð hefur verið sérstök áhersla á þátttöku sem flestra, þeirra sem hafa færri tækifæri vegna atvinnuleysi, veikinda, eru nýir í samfélaginu eða standa þar höllum fæti.

Stefanía segir allt samfélagið geti hagnast af verkefninu. „Það er unnið með nærsamfélaginu þar sem ný þekking og reynsla verður til sem hvetur til nýsköpunar. Löndin þrjú sem tóku þátt skipulögðu sinn hluta með vinnustofum og vettvangsheimsóknum og komu með þekkingu og hugmyndir sem nýttust samfélaginu líkt og gróðursetningu á matjurtum, umhirðu og uppskeru. “

Allt efni frá heimsóknum, kynningum og vinnustofum verður sett inn á upplýsingavef verkefnisins svo það sé aðgengilegt sem flestum. Þannig er alltaf hægt að rifja upp aðferðir og vinnulag og jafnvel þróa verkefnið áfram. Gert er ráð fyrir að verkefnislok verði árið 2024.

 

Nature Based Education (wordpress.com)