Safnkostur

Bækur, tímarit:

 • útlánstími er 30 dagar
 • dagsektir eru 20 krónur á fullorðinsbók ef ekki er skilað á réttum tíma,
 • dagsektir af barnabókum eru 10 krónur og 8 krónur af hnokkabókum
 • ekki er hægt að framlengja útláni á bók ef hún er pöntuð
 • skemmist bók eða týnist greiðist fyrir hana með nýrri eða andvirði hennar
 • þeir sem skulda bækur og ekki gera skil þrátt fyrir ítrekaðar innheimtur geta ekki fengið lánuð fleiri gögn fyrr en samið hefur verið um málalok. Vanskilakröfur eru sendar til innheimtu hjá innheimtufyrirtækinu Motus.

Internetið:

 • frítt fyrir þá sem eiga bókasafnskort, hámarkstími er 1 klukkustund á dag
 • 350 krónur fyrir aðra, hvort sem er í tölvur safnsins eða þráðlausa netið, hámarkstími er 1 klukkustund á dag

DVD:

 • útlánagjald 500 krónur fyrir nýtt DVD, 0 krónur fyrir eldri DVD og fræðsluefni 
 • útlánatími 2 sólarhringar fyrir kvikmyndir, 30 dagar fyrir fræðsluefni
 • dagsektir á DVD er 400 krónur ef ekki er skilað á réttum tíma
 • sömu reglur gilda um týnd eða skemmd gögn og um bækur og tímarit

Tónlist á CD:

 • útlánagjald er ekkert
 • útlánstími er 30 dagar
 • dagsektir 10 krónur ef ekki er skilað á réttum tíma
 • sömu reglur gilda um týnd eða skemmd gögn og um bækur og tímarit

Tungumálanámskeið:

 • útlánagjald er ekkert

 • útlánstími 30 dagar
 • dagsektir 20 krónur ef ekki er skilað á réttum tíma
 • sömu reglur gilda um týnd eða skemmd gögn og um bækur og tímarit 

Tímarit í áskrift

 • eldri tölublöð af flestum tímaritum, sem safnið kaupir, eru til útláns um leið og nýtt eintak berst. útlánstími 30 dagar

 • útlánatími er 30 dagar
 • dagsektir 20 krónur ef ekki er skilað á réttum tíma
 • sömu reglur gilda um týnd eða skemmd gögn og um bækur og tímarit