Bókasafnsskírteini

 

Skírteini í Bókasafni Reykjanesbæjar kostar 2.500 krónur og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Skírteini í Bókasafni Reykjanesbæjar má einnig nota í bókasöfnum í Grindavík, Vogum og Suðurnesjabæ (Garði og Sandgerði).

 

Skírteinið er frítt fyrir 18 ára og yngri, eldri borgara og öryrkja.

Allar nánari upplýsingar um gjaldskrá safnsins má sjá hér.

Aðgangsorð og pin númer fylgir hverju skírteini. Það veitir þér aðgang að leitir.is þar sem hægt er að skoða útlánasögu, bækur í láni og gefur þér kost á að leita að bókum og panta bækur. Með aðgangsorðinu og pin númerinu getur þú einnig nýtt þér sjálfsafgreiðsluvél safnsins. 

Öll bókasafnsskírteini eru gefin út á einstaklinga og ekki er heimilt að lána skírteinið sitt eða nota skírteini frá öðrum. Eigandi hvers skírteinis ber ábyrgð á öllu efni sem fengið er að láni á skírteinið.

 

Aðgangsorðið og pin númerið getur þú einnig nýtt þér á Rafbókasafnið. Á Rafbókasafninu getur þú nálgast mikið úrval hljóð- og rafbóka. Allar nánari upplýsingar um innskráningu á Rafbókasafnið má finna hér.