Í fullorðinna manna tölu?
Í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar opnaði sýningin Í fullorðinna manna tölu? þann 31. mars 2017. Sýningin varpar ljósi á fermingar fyrr og nú. Leitað var til íbúa bæjarins við undirbúning sýningarinnar og komu fjölmargir og lögðu til myndir og muni sem tengjast fermingum.
Á sýningunni er nokkurt magn mynda, skeyta, korta, sevíettna, sálmabóka og gjafa sem varpa ljósi á þróun fermingarinnar og umgjarðarinnar utan um hana. Einnig eru fermingarblöðin til sýnis þar sem hægt er að skoða fermingarhópa frá mörgum tímabilum. Við gerð sýningarinnar voru tekin viðtöl við fermingarbörn fyrr og nú og prestana Erlu Guðmundsdóttur og Evu Björk Valdimarsdóttur en þær starfa báðar í Keflavíkurkirkju.
Rík hefð hefur skapast í Reykjanesbæ fyrir fermingarhópa að halda sambandi og hittast margir hverjir með reglulegu millibili og rifja upp gamla tíma. Við bjóðum alla fermingarhópa á öllum aldri hjartanlega velkomna.
Sýningin verður opin fram yfir Hvítasunnu eða til og með 14. júní.
Hér má sjá myndband sem einnig má sjá á sýningunni: Í fullorðinna manna tölu?