Jamestown-strandið

Jamestown

Jamestown-skipsstrandið

 

-sýning í Átthagastofu


Fimmtudaginn 17.nóvember opnaði sýning í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar um mikið skipsstrand sem varð í Höfnum.

Fiðluleikarinn Eyþrúður Ragnhildardóttir lék á fiðlu á opnuninni en Jón Marinó smíðaði nýja framhlið á fiðluna úr Jamestown-timbrinu. 

26. júní árið 1881 rak gríðarlega stórt seglskip á land í Höfnum. 

Skipið Jamestown var með stærstu skipum á 19.öld og var á leið frá Boston með mikinn timburfarm sem nota átti undir járnbrautateina í Bretlandi. 
 
Allt þetta eðaltimbur kom sér einkar vel fyrir fólkið af svæðinu en mikið af því var selt og nýtt til húsasmíða.

Viðurinn lifir ekki bara í húsakynnum heldur einnig í tónlistarflutningi hér á landi. Hljóðfærasmiðurinn Jón Marinó, fæddur og uppalinn Keflvíkingur hefur smíðað þó nokkuð af hljóðfærum. Hann notar ávallt viðarbút  frá Jamestown farminum sem honum áskotnaðist og setur bassabjálka og sálir í öll strokhljóðfæri sem hann býr til.