Lestur
Þeir sem hafa rannsakað lestur, málþroska eða hvernig örva beri börn til lesturs leggja allir áherslu á að skapa þurfi það andrúmsloft innan heimilisins að lestur sé áhugaverður. Það sé gert með því að hafa bækur alltaf við höndina sem hæfi þroska og áhugamálum hvers og eins allt frá einföldum myndabókum upp í fræðirit. Einnig sé mikilsvert að ræða um innihald bóka við börn.
„Það er mikilvægt að lesa af því að talmálið hjá hinum venjulega manni gefur ekki möguleika á að nota fjölbreyttan orðaforða. Bækur, fræðslumyndir og annað slíkt styðja við orðaforða og hann er lykilinn að góðri lestrarfærni.”
Tilvitnun úr greininni „Lestrarleikni aðgöngumiði að lífsgæðum.” Mogunblaðið 23. apríl 2006.
„Ef lesið er fyrir börn á hverju kvöldi frá því að þau eru nógu gömul til að skoða myndir og þar til skólaaldri er náð jafnast það á við að minnsta kosti þúsund kennslustundir í móðurmáli. Barn, sem farið hefur á mis við þessa reynslu, þarf því að fá þúsund aukatíma til að standa jafnfætis „bókvönum” bekkjarsystkinum .”
Tilvitnun úr greininni „Meira en milljón gefins” eftir Ragnheiði Briem. Mogunblaðið 20. desember 1995.