Fastir viðburðir

Fastir viðburðir í Bókasafni Reykjanesbæjar eru nokkrir:

 Foreldramorgnar - Í Bókasafni Reykjanesbæjar verða foreldramorgnar alla fimmtugsmorgna frá klukkan 11.00-12.00. Notalegar stundir foreldra og barna í hverri viku. Hópurinn hittist í barnahorni safnsins þar sem barnabækur, leikföng og dýnur verða á staðnum. Tvisvar í mánuði eru fræðsluerindi er varða ummönnun ungabarna.

 

Heimskonur - Fyrsta laugardag hvers mánaðar hittast Heimskonur í Bókasafni Reykjanesbæjar. Konur af ólíkum uppruna hittast og ræða málefni líðandi stundar. Heimskonur hittast klukkan 12.00.

 

Leshringur - Þriðja þriðjudag hvers mánaðar hittist Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar og skeggræðir áhugaverðar bækur.  
Leshringurinn hittist klukkan 20.00. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru allir velkomnir. 

 

Pólskur leshringur - Síðasta laugardag hvers mánaðar hittist pólskur leshringur Bókasafnsins Klub książki og skeggræðir áhugaverðar bækur. Leshringurinn hittist klukkan 15.00. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru allir velkomnir.

 

Notaleg sögustund - Síðasta laugardag hvers mánaðar kemur Halla Karen til okkar klukkan 11.30 og les og syngur fyrir börn 
og foreldra, ömmur, afa og systkini.

 

Saumað fyrir umhverfið - Á efri hæð safnsins er saumavél þar sem gestir eru hvattir til þess að sauma margnota taupoka. Pokarnir fara allir í Pokastöð bókasafnsins. Allir hvattir til að taka þátt.