Fastir viðburðir

Fastir viðburðir í Bókasafni Reykjanesbæjar eru nokkrir:

 

Heilakúnstir- Tvisvar í viku yfir veturinn koma sjálfboðaliðar frá Rauða krossi Íslands og hjálpa börnum í 4.-10.bekk með heimanám í vinnuherbergi á neðri hæð sem nefnist ,,Búrið".  Heimanámsaðstoðin fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14.30-16, er ókeypis og allir eru velkomnir.  Ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

 

Foreldramorgnar - Í Bókasafni Reykjanesbæjar verða foreldramorgnar alla fimmtugsmorgna frá klukkan 11.00-12.00. Notalegar stundir foreldra og barna í hverri viku. Hópurinn hittist í barnahorni safnsins þar sem barnabækur, leikföng og dýnur verða á staðnum. Tvisvar í mánuði eru fræðsluerindi er varða ummönnun ungabarna.

 

Heimskonur - Fyrsta laugardag hvers mánaðar hittast Heimskonur í Bókasafni Reykjanesbæjar. Konur af ólíkum uppruna hittast og ræða málefni líðandi stundar. Heimskonur hittast klukkan 12.00.

 

Leshringur - Þriðja þriðjudag hvers mánaðar hittist Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar og skeggræðir áhugaverðar bækur.  
Leshringurinn hittist klukkan 20.00. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru allir velkomnir. 

 

Prjónahlýja - Annan hvern mánudag klukkan 16.00 - 18.00 hittist hópur í Bókasafni Reykjanesbæjar með prjóna og prjónar vettlingar, húfur eða sokka fyrir leikskólabörn bæjarins. Þá eiga öll börn tækifæri á að fá húfu, vettlinga eða sokka þó eitthvað gleymist heima eða týnist. Verið velkomin að slást í hópinn, allir velkomnir!

 

Spilum saman - Annan laugardag hvers mánaðar drögum við spilin okkar fram og spilum saman í Bókasafni Reykjanesbæjar. Við hvetjum fjölskyldur og vini að koma saman og eiga skemmtilega stund. Safnið er opið frá klukkan 11.00 - 17.00 á laugardögum.

 

Litum saman - Þriðja laugardag hvers mánaðar drögum við fram liti, litabækur og blöð í Bókasafni Reykjanesbæjar og litum saman. Litabækur fyrir fullorðna eru ekki síður vinsælar en barnalitabækurnar um þessar myndir og við hvetjum alla til að koma og eiga notalega stund saman. Í lok dags hengjum við myndir þeirra sem vilja upp í safninu og höldum okkar eigin li(s)tasýningu.

 

Notaleg sögustund - Síðasta laugardag hvers mánaðar kemur Halla Karen til okkar klukkan 11.30 og les og syngur fyrir börn 
og foreldra, ömmur, afa og systkini.

 

Saumað fyrir umhverfiðAnnan hvern mánudag kl. 16.00-18.00 eru margnota taupokar saumaðir í safninu. Á neðri hæð safnsins eru settar fram saumavélar og saumað er úr efni og gömlum fötum sem bókasafnið hefur fengið eða þátttakendur hafa komið með sjálfir. Pokarnir fara allir í Pokastöð bókasafnsins. Allir hvattir til að taka þátt.